Reglur VitalSource Technologies, LLC. um friðhelgi einkalífs og dúsur

Posted

This translation is provided for convenience only. The US English version of this Privacy & Cookies Policy shall govern in the event of any dispute between or inconsistency with any other translation.

Þessi þýðing er aðeins til þægindaauka. Ensk (bandarísk) útgáfa þessara reglna um friðhelgi einkalífs og dúsur skal gilda ef upp kemur ágreiningur eða ef ósamræmi er milli þýðinga.

Reglur VitalSource Technologies, LLC. um friðhelgi einkalífs og dúsur

Þessar reglur VitalSource Technologies, LLC. („VitalSource “, einnig nefnt „við“, „okkur“ og „okkar“) um friðhelgi einkalífs og dúsur skýra aðferðir við meðferð upplýsinga í tengslum við allar vefsíður okkar (s.s. www.vitalsource.com) eða sérhverjar smásölur á netinu í eigu VitalSource sem og vörur okkar sem ganga undir heitinu Bookshelf, Bookshelf Online, Bookshelf fyrir fartæki, lestrarhugbúnaður, stafrænt efni og aðrar vörur sem VitalSource ræður yfir eða á og aðrar vörur eða þjónusta á þessum vefsíðum sem eru með tengil við þessar reglur (saman kallaðar „vörur“). Þú samþykkir ákvæði þessara reglna um friðhelgi einkalífs og dúsur þegar þú ferð inn á eða notar sérhverja þessara vara eða vefsíðna eða gerir eitthvað það sem lýst er hér fyrir neðan.

Upplýsingar sem VitalSource safnar um þig

VitalSource safnar upplýsingum frá þér þegar þú halar niður, ferð inn á eða notar sérhverja vöru, skráir þig hjá VitalSource, stofnar notandareikning fyrir Bookshelf e-reader eða einhverja aðra þjónustu okkar, eða heimsækir einhverja vefsíðu okkar, eins og lýst er nánar hér á eftir. Þessar upplýsingar falla í tvo flokka: upplýsingar sem þú veitir okkur beint og upplýsingar sem við söfnum ekki með virkum hætti eða sjálfvirkt, svo sem úr vafranum þínum eða tækinu (saman kallaðar „upplýsingar“).

Upplýsingar sem þú veitir okkur beint

Verið getur að við söfnum upplýsingum um þig þegar þú ferð inn á eða notar vörurnar, til dæmis þegar þú: stofnar reikning, kaupir vöru, halar niður efni, setur inn upplýsingar frá notanda, þar með talið glósur og áherslumerkingar í bækur, tekur þátt í mati og deilir upplýsingum með vinum. Tegundir upplýsinga sem við söfnum um þig geta verið nafn þitt, heimilisfang, netfang, símanúmer, aðrar tengiliðaupplýsingar, vinnuveitandi, menntastofnun, upplýsingar um námskeið, kredit- eða debetkortanúmer og efni sem notandi býr til svo sem glósur og áherslumerkingar og viðbrögð við mati.

Hægt er að velja að veita ekki slíkar upplýsingar, en almennt eru flestar þær upplýsingar sem við biðjum þig um nauðsynlegar til að við getum boðið upp á vörurnar okkar og ef slíkar upplýsingar eru ekki fyrir hendi kemur það í veg fyrir að við getum gert það. Við munum safna, nota, flytja og miðla þessum upplýsingum eins og lýst er í þessum reglum. Verið getur að við söfnum, notum, flytjum og miðlum samansöfnuðum eða ópersónugreinanlegum upplýsingum án takmarkana.

Upplýsingar sem við fáum frá þriðju aðilum

Verið getur að við fáum sambærilegar upplýsingar frá þriðju aðilum, m.a. frá opinberum aðilum, tengdum félögum okkar, samtökum þínum, fulltrúum þínum, upplýsingaveitum, samfélagsmiðlum og þeim sem við deilum upplýsingum með, eins og hér er lýst.

Upplýsingar sem safnað er sjálfvirkt

VitalSource safnar einnig sjálfvirkt tilteknum upplýsingum þegar þú notar vörurnar, gengur frá kaupum á vöru og átt samskipti við okkur. Slíkar upplýsingar eru meðal annars, en takamarkast ekki við:

upplýsingar um kaupin þín,

hvernig vörurnar skuli notaðar,

tilteknar vörur sem þú notar,

tilteknir hlutar varanna sem þú notar,

greiningargögn sem búin eru til þegar þú skoðar vörurnar, býrð til nýjar athugasemdir eða skoðar fyrri athugasemdir í sérhverju tæki,

aðgerðir þínar eins og leitir þinar og aðrar færslur,

upplýsingar um skoðaðar síður, notkun síðna, tíma á hverri síðu og aðrar upplýsingar um notkun.

upplýsingar úr gagnvirkum vörum, þar með talið einkunnir úr mati, þátttaka í kennslulotum og almenn frammistaða, og

skráning allra samskipta við þig í síma með tölvupósti eða á netinu.

Dúsur

Verið getur að VitalSource safni upplýsingum um þig þegar þú heimsækir VitalSource vefsíðuna með því að nota „dúsur“. Dúsur eru litlar textaskrár sem settar eru á tölvu þeirra sem heimsækja síðu til að skrá venjur þeirra. Fjöldi dúsa sem við notum endast aðeins á meðan á hverri netlotu stendur og fyrnast þegar þú lokar vafranum. Aðrar dúsur eru geymdar þar til þú kemur aftur á vefsíðuna okkar og endast lengur. Verið getur að VitalSource noti dúsur og aðrar aðferðir til að finna lénsheiti þitt og hvaða vafra og stýrikerfi þú notar, IP-töluna þína, dagsetningu og tíma beiðni, ef einhver er, og hvaða tæki þú notar.

Við notum dúsur til að:

mundu að þú hefur áður heimsótt vefsíðuna okkar; þetta þýðir að við getum séð fjölda einstakra heimsókna sem við fáum. Það gerir okkur kleift að tryggja að við getum tekið á móti þeim fjölda notenda sem koma til okkar,

sérsníða þætti í kynningarefni okkar og/eða innihaldi síðna á vefsíðunni okkar,

safna ónafngreindum tölfræðilegum upplýsingum um hvernig þú notar vefsíðuna okkar (þ.m.t. hve lengi þú er á vefsíðunni) og hvaðan þú kemur á vefsíðuna okkar þannig að við getum bætt vefsíðuna og vitað hvaða hlutar hennar er vinsælastir, og

safna upplýsingum um þær síður á vefsíðunni okkar sem þú skoðar svo og öðrum upplýsingum um aðrar vefsíður sem þú heimsækir til þess að staðsetja þig í „markarðsgeira“. Þessar upplýsingar eru til dæmis í hvaða landi og borg þú ert og hver netþjónustuaðilinn þinn er. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að setja auglýsingar á vefsíðuna okkar sem byggja á áhugasviðum sem talið er að höfði til þíns markaðsgeira. Til að fá nánari upplýsingar um þessa tegund auglýsinga sem byggja á áhugasviði og um hvernig hægt er að slökkva á þeim skal fara á www.youronlinechoices.com og www.youronlinechoices.com.au.

Sumar dúsur sem notaðar eru á vefsíðunni höfum við sett inn og aðrar eru frá þriðju aðilum sem veita þjónustu fyrir okkar hönd.

Dúsurnar okkar

 

 

Flokkur

Tilgangur

Tegund og líftími

[þ.e. aðeins í eina heimsókn eða þrálát]

Þrálát dúsa

Vistar notendaupplýsingar sem hægt er að sækja í hvert sinn sem notandi heimsækir vefsíðuna okkar.

Þrálát – lifir lengur en heimsóknin varir.

Dúsa í heimsókn

Vistar notendaupplýsingar sem aðeins er hægt að sækja á meðan heimsóknin í vafranum varir.

Heimsókn – varir aðeins á meðan á heimsókninni í vafranum stendur.

Þriðji aðili

Þessar dúsur vista upplýsingar um tölvu notandans og eru sóttar frá lénum sem eru önnur en þau sem birtast í stikunni með vefslóðinni.

Þrálát – lifir lengur en heimsóknin varir.

 

Auk dúsa getur verið að við eða þriðju aðilar noti ferilmyndir (tracking GIF) í tengslum við notkun vefsíðu okkar og í fréttabréfum og tölvupóstum. Ferilmyndir eru litlar myndaskrár í efni vefsíðunnar eða meginefni fréttabréfa okkar til þess að við, eða þriðju aðilar, geti skilið hvaða hlutar vefsíðunnar eru heimsóttir og hvort tiltekið efni veki áhuga.

Flestir netvafrar samþykkja dúsur sjálfvirkt en allar tölvur geta hafnað dúsum. Það er hægt að gera með því að virkja stillinguna í vafranum sem gerir þér kleift að hafna dúsum. Gættu þess að ef þú ákveður að hafna dúsum getur verið að þú komist ekki í hluta af vefsíðunni okkar eða getir ekki notað alla eiginleika vefsíðna okkar. Hægt er að fá að vita meira um dúsur með því að fara á www.allaboutcookies.org þar sem finna má nánari upplýsingar um dúsur og hvernig hægt er að stöðva dúsur í mismunandi vöfrum.

Hvernig VitalSource notar upplýsingar þínar

VitalSource notar upplýsingar þínar, einar sér eða með upplýsingum sem safnað er með lögmætum hætti í gegnum aðrar veitur, í eftirtöldum tilgangi:

til að standa við samningsbundnar skuldbindingar okkar við þig,

til að stjórna reikningi þínum og svara beiðnum þínum,

til að útvega þær vörur sem þú hefur beðið um, þ.m.t. útvega réttar vörur miðað við tölvuna eða tækið sem þú hefur valið,

til að viðhalda og bæta vörur og til að þróa nýjar vörur,

til að fylgjast með innkaupasögu þinni og veita þér með samfelldum hætti upplýsingar um vörurnar, þ.m.t. um breytingar á vörunum eða aðrar upplýsingar um vörur okkar og þjónustu eða annarra sérvalinna þriðju aðila sem við teljum að gætu gagnast þér, að því gefnu að þú hafir tilgreint að þú hafir ekkert á móti því að haft verði samband við þig í þeim tilgangi,

til að sérsníða efni sem þú færð byggt á notkun þinni á vörunum (t.d., námstillögur, ítarefni),

til að vinna rannsóknir og uppfæra vefsíðuna okkar og greina hvernig hún er notuð,

til að veita ráðleggingar eða auglýsa vörur og þjónustu sem gæti verið áhugaverð fyrir þig,

til að veita greiningarþjónustu í þjónustuhlutanum okkar, með því að notast við þjónustu þriðju aðila eins og Google Analytics. Þessir þjónustuveitendur nota tækni eins og lýst er í kaflanum „Upplýsingar sem safnað er sjálfvirkt“ hér fyrir ofan til að hjálpa okkur að greina hvernig notendur nota vörurnar, meðal annars með því að skrá frá hvaða vefsíðu hvaða þriðja aðila þú kemur. Upplýsingunum sem safnað er með þessari tækni verður miðlað eða safnað beint af þessum þjónustuveitendum, sem nota upplýsingarnar til að meta notkun þína á vörunum.

til að koma í veg fyrir, rannsaka og taka á svindli, brotum á höfundarétti og öðrum lögum og óheimilaðri notkun á vörum á reikningi þínum, og

með þeim hætti sem er sanngjarn og viðeigandi vegna lögmætra viðskiptalegra þarfa VitalSource í tengslum við vörurnar.

Verið getur að við söfnum saman og/eða gerum upplýsingarnar sem við söfnum í gegnum vörurnar ópersónugreinanlegar. Verið getur að við notum ópersónugreinanlegar eða samansafnaðar upplýsingar í hvaða tilgangi sem er og að við deilum þeim með hvaða þriðja aðila sem er.

Þitt val

Þú getur farið fram á að við höfum ekki samband við þig með upplýsingar um kynningar á vörum og þjónustu frá okkur og þessum þriðju aðilum, annað hvort þegar beðið er um upplýsingarnar á vefsíðunni okkar (með því að velja eða afvelja (samkvæmt leiðbeiningunum) viðeigandi reit) eða með því að fylgja leiðbeiningunum um afskráningu sem fylgja sérhverjum tilkynningum um kynningar sem þú færð sendar. Þú getur einnig beitt þessum rétti hvenær sem er með því að hafa samband við okkur með því að nota Hafa samband í lok þessara reglna.

Hafir þú áhuga á nánari upplýsingum um sérsniðnar auglýsingar í vafra og hvernig hægt er að stjórnar því að tilteknar dúsur séu settar í tölvuna þína fyrir sérsniðið markaðsstarf, er hægt að fara á tengilinn Network Advertising Initiative's Consumer Opt-Out og/eða tengilinn Digital Advertising Alliance's Consumer Opt-Out til að velja að hætta að fá sérsniðnar auglýsingar frá fyrirtækjum sem taka þátt í þessum herferðum. Til að hætta þátttöku í greiningum Google Analytics fyrir Display Advertising eða til að sérsníða Google Display Network auglýsingar, er hægt að fara í Google Ads Settings síðuna til að stilla auglýsingar. Hafa þarf í huga að auglýsingar geta enn borist þrátt fyrir að valið hefur verið að hætta að fá sérsniðnar auglýsingar. Í slíku tilviki verða auglýsingar einfaldlega ekki lengur sérsniðnar að áhugamálum þínum. Einnig er bent á að við höfum ekki stjórn á neinum af þessum tenglum til að hætta þátttöku og berum ekki ábyrgð á því sem þú velur þeim tengdum eða því hvort þeir verða áfram tiltækir eða hversu nákvæmlega þeir virka. Ef vafrinn þinn er stilltur þannig að hann hafni dúsum þegar þú ferð inn á þessa vefsíðu til að hætta þátttöku, eða ef þú eyðir dúsum síðar, notar aðra tölvu eða skiptir um vafna, getur verið að val þitt um að hætta þátttöku í NAI or DAA sé ekki lengur virkt. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðum NAI og DAA, aðgengilegar með tenglunum hér fyrir ofan.

Þegar notað er fartæki er einnig hægt að fá sérsniðið auglýsingaefni tengt forritinu. Hverju stýrikerfi -iOS fyrir Apple tæki, Android fyrir Android tæki og Windows fyrir Microsoft tæki- fylgja sérstakar leiðbeiningar um hvernig megi koma í veg fyrir móttöku á sérsniðnu markaðsefni með hugbúnaðinum. Hægt er að skoða ítarefni og/eða stillingar fyrir friðhelgi einkalífs fyrir hvert stýrikerfi til að velja að hætta að fá sérsniðnar auglýsingar með hugbúnaðinum. Fyrir önnur tæki og/eða stýrkikerfi skal skoða stillingar fyrir friðhelgi einkalífs fyrir viðkomandi tæki eða hafa samband við viðkomandi rekstraraðila búnaðar. Við höfum enga stjórn á stillingum þessara tækja og berum enga ábyrgð á vali þínu vegna notkunar þessara tækja eða því hvort það er aðgengilegt eða nákvæmt.

Tilkynning vegna laga í Kaliforníu um vernd friðhelgi einkalífs á netinu, California Online Privacy Protection Act, um merki um að fylgjast ekki með

Fygjast ekki með, Do Not Track („DNT“) er val um friðhelgi sem notendur geta notað í tilteknum netvöfrum og er leið fyrir notendur til að upplýsa vefsetur um að þeir vilji ekki að tilteknum upplýsingum um heimsóknir þeirra á vefsíðuna sé safnað í tíma og þvert á vefsetur eða netþjónustur. Við viðurkennum ekki eða bregðumst við DNT merkjum úr vöfrum, þar sem netheimur er enn að vinna að skilgreiningu á merkingu DNT, hvað það þýði að fylgja DNT og að sameiginlegri nálgun á viðbrögðum við DNT. Hægt er að fá að vita meira um „Do Not Track“ hér.

Upplýsingum deilt með þriðju aðilum

VitalSource kann að deila upplýsingum þínum með þriðju aðilum eins og lýst er hér fyrir neðan.

Við getum deilt upplýsingum þínum með „samstarfsaðilum um efni“ eins og skólum, smásölum og eigendu, efnis eða öðrum, sem veita þér aðgang að vörunni (vörunum) og þjónustu. Þegar þú ferð í einhverja vöru(r) með aðgangi eða kóða sem samstarfsaðili hefur látið þig fá, getur verið að VitalSource deili með samstarfsaðilanum upplýsingum um notkun þína, niðurstöður af notkun þinni, niðurstöður mats sem þú hefur undirgengist og um almenna notkun á viðkomandi vöru(m), þar með talið gagnvirka hluta vörunnar (varanna) og vara (vörur) þriðju aðila sem eru samþættar vörunni (vörunum) (eins og Bookshelf GPS). Samstarfsaðilinn getur til dæmis séð að þú hefur farið í og notað tiltekna vöru eða efni hennar, eða varið tilteknum tíma í notkun hennar. Þessar upplýsingar kunna að verða notaðar til að hjálpa samstarfaðilanum að meta framvindu þína og bætt lærdómsferli þitt. Með því að fara í viðkomandi vöru(r) eða með því að sækja uppgefinn (uppgefna) kóða samþykkir þú að VitalSource deili þessum upplýsingum með samstarfaðilanum með þessum hætti.

Eigendur efnis. VitalSource kann að deila tilteknum upplýsingum með eigendum efnis eða leyfishöfum sem hafa rétt sem tengist þeim vörum sem þú færð aðgang að („eigendur efnis“). VitalSource kann að deila upplýsingum um viðurkennda leiðbeinendur sem biðja um sýnishorn hjá eigendum efnis slíkra sýna. Einnig kann VitalSource að deila ópersónugreinanlegum upplýsingum um þig og notkun þína á vörunni með eigendum efnis. Eigendur efnis munu nota þessar upplýsingar í tilgangi eigin rannsókna og rakninga til að meta notkun vörunnar og aðgang að henni, til að bæta vöruna og vinna að tengdum greiningum.

Þriðju aðilar og tengdir aðilar sem sinna stuðningshlutverki. VitalSource kann að deila upplýsingum þínum með þriðju aðilum sem eru þjónustuveitendur og með aðilum tengdum VitalSource (eins og móðurfélögum, dótturfélögum eða öðrum félögum í fyritækjasamsteypunni) sem sinna stuðningshlutverki tengdu vörunum. Tilgangur þess að deila þessum upplýsingum getur meðal annars verið, en er ekki takmarkaður við, rannsóknir, greining á upplýsingum um notkun, markaðsaðstoð við VitalSource, vinnsla greiðslna með debet- eða kreditkorti, að veita þér notendaþjónustu, vinnsla og afgreiðsla pantana, að veita þér aðgang að vöru, geymslu, aðstoð við VitalSource til að veita þér vöru, aðstoð VitalSource við að nota upplýsingarnar eins og lýst er í þessum reglum og tengd atriði.

Upplýsingagjöf samkvæmt lögum eða til að koma í veg fyrir skaða. VitalSource áskilur sér rétt til að deila upplýsingum með viðkomandi aðilum eins og dómstólum, ríkisstofnunum og lögmönnum ef það telur með sanngjörnum hætti að söfnun, aðgangur, notkun, geymsla eða veiting slíkra upplýsinga sé með sanngjörnum hætti nauðsynleg til að (a) fara að gildandi lögum, reglugerðum, lagavenjum eða framfylgjanlegum ríkiskröfum, m.a. að uppfylla þjóðaröryggi eða kröfur um fullnustu laga, (b) framfylgja gildandi ákvæðum um notkun, m.a. rannsókn á mögulegum brotum á þeim, (c) upplýsa, koma í veg fyrir eða með öðrum hætti takast á við ólöglegt eða meint ólöglegt athæfi, öryggi eða tæknileg atriði eða (d) vernda gegn broti á rétti, eignum eða öryggi VitalSource, hlutdeildarfélögum eða notendum þess, eigenda efnis eða almennings, eins og krafist er eða heimilað samkvæmt lögum.

Dreifing upplýsinga þinna. VitalSource áskilur sér rétt til að miðla og flytja eignarhald á upplýsingum þínum, án greiðslu til þín, til þriðju aðila (s.s kaupendur, mögulegir kaupendur og ráðgjafar þeirra) í tengslum við samruna, kaup eða sölu alls eða hluta fyrirtækisins eða til undirbúnings því (t.d. áreiðanleikakönnun). Þú viðurkennir og samþykkir að þriðji aðilinn kunni að nota upplýsingar þínar í þeim tilgangi sem lýst er í þessum reglum og með svipuðum hætti án greiðslna til þín.

Opinber vettvangur

Sumar af vörunum kunna af og til að gera efni á spjallsíðum, í skilaboðum, fréttahópum og/eða á öðrum opinberum vettvangi aðgengilegt notendum. Allar upplýsingar sem miðlað er á slíkum vettvangi eru aðgengilegar öllum öðrum notendum á slíku og geta orðið aðgengilegar almenningi.

Friðhelgi barna

Þú verður að vera 13 ára eða eldri til að búa til Bookshelf reikning .. VitalSource falast ekki eftir pöntunum eða safnar vísvitandi upplýsingum frá börnum undir 13 ára aldri. Ef við höfum ástæðu til að ætla að við höfum fengið upplýsingar frá barni yngra en 13 ára, verður þeim upplýsingum eytt þegar gerðar hafa verið viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari miðlun upplýsinga og eins og lög gera ráð fyrir.

Öryggi

VitalSource tekur öryggi upplýsinga mjög alvarlega og hefur gert ýmsar ráðstafanir til að upplýsingar þínar séu öruggar gagnvart óheimiluðum aðgangi eða miðlun, hvort sem þessar upplýsingar eru geymdar með rafrænum hætti eða ekki. VitalSource hefur gert viðeigandi stjórnsýslulegar, tæknilegar, raunverulegar, rafrænar og stjórnunarlegar ráðstafanir til að hjálpa að koma í veg fyrir óheimilaðan aðgang, viðhalda öryggi upplýsinga og nota upplýsingarnar frá þér í samræmi við þessar reglur um friðhelgi einkalífs og dúsur. VitalSource gerir öryggisráðstafanir til að vernda þig fyrir því að upplýsingar þínar tapist, þær séu misnotaðar eða þeim breytt. Þrátt fyrir þessa viðleitni getur VitalSource ekki ábyrgst að upplýsingar verði aldrei fyrir óheimiluðum aðgangi eða miðlun. Hafir þú áhyggjur af þessu skaltu ekki nota vörurnar okkar.

Ráðlagt er að loka vafranum þegar þú hefur lokið notkunarlotunni til að hjálpa að tryggja að aðrir hafi ekki aðgang að persónulegum upplýsingum þínum ef þú samnýtir tölvu eða notar tölvu á almenningsstað.

Miðlun upplýsinga milli landa

Þar sem Internetið er hnattrænt umhverfi, felur notkun þess til þess að safna og vinna úr upplýsingum óhjákvæmilega í sér miðlun upplýsinga milli landa. Þess vegna, með því að nota sérhverja vöru okkar, samþykkir þú og fellst á að upplýsingum þínum verði miðlað út fyrir búsetuland þitt til hvaða lands sem er (m.a. til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Ástralíu) þar sem við erum með starfsstöðvar eða störfum með þriðju aðilum (m.a. en ekki takmarkað við greiðslumiðlanir, gagnaský eða aðra veitendur upplýsingatækni og önnur fyrirtæki sem veita okkur þjónustu). Þú skilur að verið getur að þau lönd sem við kunnum að miðla upplýsingum til séu ekki með jafn yfirgripsmikla gagnavernd og í þínu landi. Í tengslum við lög um friðhelgi einkalífs í Ástralíu, samþykkir þú að ef þriðji aðili brýtur reglur um meðferð persónuupplýsinga þinna, berum við ekki ábyrgð á þriðja aðila samkvæmt lögunum um friðhelgi einkalífs og verið getur að þú getir ekki sótt rétt þinn samkvæmt lögunum um friðhelgi einkalífs.

Tenglar þriðju aðila

Verið getur að þú finnir hlekki á vefsíður þriðju aðila á sérhverjum af vörunum. Verið getur að þessar vefsíður séu með eigin og/eða aðrar reglur um friðhelgi einkalífs og dúsur, sem þú ættir að kynna þér. Við tökum enga ábyrgð eða erum skaðabótaskyld vegna reglna þeirra vegna þess að við höfum ekkert um þær að segja.

Réttur þinn

Þú getur haft samband við okkur vegna aðgangs, leiðréttingar, eða til að nota rétt þinn til að gleymast með tilliti til persónuupplýsinga (eins og það er skilgreint í viðkomandi lögum) um þig sem við höfum, eða til að láta vita um áhyggjur þínar af meðferð okkar á þessum upplýsingum. Ef nýttur er rétturinn til að gleymast veldur það því að þú getur ekki notað vöruna (vörurnar) og það slítur tengslin milli fyrri reiknings þíns og upplýsinga um fyrri aðgerðir þínar.

Þú átt rétt á að fá afrit af eða leiðréttingu á villum í öllum þeim persónulegu gögnum þínum sem við erum með. Að þinni beiðni munum við fá þér afrit af þessum persónulegu gögnum.

Ef fram koma beiðnir um aðgang og leiðréttingar, skaltu gefa upp eins nákvæmar upplýsingar og unnt er um þau persónulegu gögn sem þú vilt fá, til að hjálpa okkur að finna þau. Við munum gefa upp ástæður ef við neitum beiðni um aðgang eða leiðréttingu á persónulegum gögnum. Ef við ákveðum að verða ekki við umbeðinni leiðréttingu á persónulegum gögnum og þú ert ósammála því, getur þú farið fram á að beiðni þín um leiðréttingu verði skráð í gögnin þín.

Við lítum áhyggjur þínar af friðhelgi einkalífs alvarlegum augum. Ef þú hefur áhyggjur af afskiptum okkar af friðhelgi einkalífs þíns munum við bregðast við til að láta þig vita hver mun sjá um málið og hvenær þú megir vænta frekara svars. Verið getur að við förum fram á viðbótarupplýsingar frá þér varðandi áhyggjur þínar og við gætum þurft að ráðfæra okkur við þriðju aðila til að rannsaka og leysa mál þitt. Við skráum beiðni þína og úrlausn hennar.

Eins og áður hefur verið lýst, átt þú rétt á að koma í veg fyrir notkun persónuupplýsinga þinna í beinum markaðstilgangi.

RÉTTUR ÞINN SAMKV. LÖGUM Í KALIFORNÍU

Lög Kaliforníufylkis heimila þeim sem heimsækja síðuna og eru búsettir í Kaliforníu að krefjast einu sinni á ári upplýsinga um miðlun tiltekinna persónuupplýsinga til þriðju aðila í þeim tilgangi að slíkir þriðju aðilar geti notað þær í beinni markaðssetningu. Til að leggja fram slíka beiðni skal senda tölvupóst á privacy@vitalsource.com eða bréf til VitalSource Technologies, LLC.
, Attn: Privacy, 227 Fayetteville Street, 
Suite 400 
Raleigh NC, 27601.

Breytingar á þessum reglum

Aðferðirnar við meðferð upplýsinga sem lýst er í þessum reglum eru í gildi frá og með dagsetningunni sem fram kemur í lok þessa skjals. VitalSource áskilur sér rétt til að uppfæra reglulega og að eigin ákvörðun þessar reglur. Tilkynningar um endurskoðun verða birtar á þessari síðu og taka gildi þegar þær birtast. Ef þú hefur áhyggjur af því hvernig upplýsingar þínar eru notaðar, skaltu setja bókamerki við þessa síðu og skoða hana reglulega.

Hafa samband

Hafir þú einhverjar spurningar, athugasemdir eða beiðnir varðandi þessar reglur, skaltu hafa samband við okkur í pósti eða tölvupósti með því að nota eftirfarandi upplýsingar um tengilið:

VitalSource Technologies, LLC.


227 Fayetteville Street

Suite 400 
Raleigh NC, 27601

mailto:privacy@vitalsource.com

Í gildi og síðast uppfært 15. desember 2016.

people found this useful.
Was this article helpful?
0 out of 0 found this helpful